Vörukaup:

Tveir aðal-möguleikar eru í boði þegar versla á flíkur 
  1. Senda fyrirspurn í gegnum "Versla" síðuna með flíkum sem þið hafið fundið á síðum sem ég mæli með í gegnum "Búðirnar mínar", öðrum netsíðum eða "MyMustHave" blogginu. Fyrirspurnareyðublaðið er fyllt út með upplýsingum um fullt nafn, netfang, lýsingu á vörum og heimilisfangi sem senda skal á. Fyrirspurninni verður síðan svarað með verðupplýsingum og upplýsingum um hvort kaupin hafi heppnast og allar vörur hafi verið til í réttum stærðum og þess háttar. Sendingin er síðan send af stað við fyrsta tækifæri eftir að greiðsla hefur borist.
  2. Hægt er að versla sjálf í netverslunum hjá þessum helstu verslunum og þar sem þær senda oftast bara innan þeirra landa sem þær starfa í þá er hægt að senda á mitt heimilisfang og ég síðan áframsendi það til Íslands eða hvert sem er. Leiðbeiningar fyrir HM netverslun
  3. Einnig eru möguleikar á að fá sent eitthvað annað en tískufatnað, eins og strákaföt, barnaföt, íþróttaföt eða aðra hluti. Þá gildir bara að koma með nákvæma lýsingu á hlutnum og hvernig má nálgast hann.

Verðupplýsingar:

Verðið samanstendur af verði vörunnar í íslenskum krónum, sendingarkostnaði og álagi sem tekið er fyrir kaup á vörunni. 
  • Gengi krónunnar er mismunandi frá degi til dags og því getur verið eitthvað flökt á verði, en verð dagsins sem varan er keypt verður ávallt reiknað. Hér má breyta sænskum krónum í íslenskar og fá mynd af verðinu, þó verðið sé alltaf eitthvað hærra því bankar taka gjöld fyrir verslun erlendis.
  • Sendingarkostnaður fer eftir þyngd pakkans og má sjá yfirlit yfir verðflokka hér að neðan (tekið með fyrirvara):
1 kg = 200 SEK
2 kg = 250 SEK
3 kg = 300 SEK

o.s.frv.
  • Upphæð sem tekin er fyrir þjónustu (versla vöruna og senda) er skipt í tvo flokka:
  1. Teknar eru 2500 kr. fyrir að fara og versla eina flík og bætast við 1000 kr ofan á það við hverja flík sem versluð er. (Dæmi: Bolur+buxur+skór = 4500 kr)
  2. Teknar eru 2500 kr. ef verslað er í netverslun, þar er miðað við 10 vörur eða færri og bætast 1500 kr. við ef fjöldi vara er meiri.
ATH. til viðbótar við þetta verð geta í sumum tilfellum síðan bæst við tollgjöld sem eru á ábyrgð kaupanda.

Geiðslu- og sendingaupplýsingar:

  • Allar upplýsingar varðandi þjónustu verða sendar á kaupanda þegar pöntun hefur verið gerð.