Ofsalega væri ég til í þessa frá Minimarket !!
Fengi samt valkvíða að þurfa að velja hvorn litinn. 
Hmm ...
Picture
Picture
Minimarket - 3.495SEK
 

... Í fyrsta sinn í margar margar vikur var hitastigið á mælinum yfir frostmark. Það gerði það að verkum að ég gat farið út úr húsi án þess að þurfa að dúða mig alla upp í fleiri og fleiri yfirhafnir til þess að reyna að halda á mér hita. Í dag var jakkaveður !!

Stelpurnar í MONKI voru að taka upp jakkann hér fyrir neðan þegar ég kom þar við. Ég verð að segja að ég er mjög svo hrifin !!
Yfirleitt er ég búin að yfirfara heimasíðuna hjá fyrrnefndri búð fram og aftur og veit því hverju ég á von á þegar ég mæti þangað. Þessi jakki er ekki sýnilegur á heimasíðunni og vissi ég því ekki að von væri á honum. 


Ég er mikið búin að skoða svipaða jakka sem væntanlegir eru í verslanir hjá til dæmis Acne og Weekday hér úti. Nú er bara að fara að velja á milli hvern á að kaupa !! 


Mér líst nokkuð mikið vel á þennan... Vönduð og flott hönnun hjá Monkifólki í þetta sinn eins og svo oft áður.
Hvað finnst ykkur ??
Picture
Picture
Picture
MONKI - 1500SEK
 
Picture
Veit ekki hvort það er dressið, birtan, afslappaða umhverfið eða eitthvað allt annað sem lét mig stoppa lengi vel við þessa mynd af nokkrum úr myndasafni sænska ljósmyndarans Viktors Grahn(http://viktorgrahn.se/)... 


Kjóll: Topshop
Korselett: Beyond Retro
Sokkabuxur: 
Åhlens
(Daydream-photoshoot af heimasíðu RadarMagaszine)
 
Ég gerði fullkomin kaup um daginn - skaup !!
Þeir eru rosalega basic en eru nátturlega með alveg fylltum botn plús það að teygjan yfir ristina gerir þá að mínu mati eitthvað pínu special.
Það er ekki oft sem ég finn mér skó sem ég er jafn ánægð með og þessa, sem eru líka ÞÆGINLEGIR !! 

Ég veit að ég á eftir að nota þá mikið - kannski vandræðalega mikið !!
Picture
Scorett - 999SEK
Nokkru fyrir jólin var ég búin að rekast á þá á mynd þegar ég tók mitt daglega blogg "rölt". Þar stóð að þeir væru keyptir í Scorett. Hvað eftir annað kom ég því við í þeirri verslun í von um að verða einu skópari ríkari - ÁN ÁRANGURS !!
Þegar ég var farin að sætta mig við (þó ekki alveg) að hafa misst af þeim urðu þeir mér fyrir augum þegar ég átti síst von á því. Ég var ekki erfiður kúnni í þetta skiptið. Ekki það að ég sé það oft ...
 
Lengi vel vellti ég fyrir mér hvort ég ætti að leyfa sjálfri mér þessi kaup:
Picture
Acne - pre collection
Fyrr í þessum mánuði uppgötvaði ég loksins að það yrði ekki af þeim kaupum. Á rölti mínu milli búða hér í Svíaríki rakst ég fyrir tilviljun á þennan hér:  
MQ - Copy/paste

Á jökkunum er miklu miklu meira en helmings verðmunur - Ég stórgræddi því á kaupunum og á sama tíma gladdi mitt litla hjarta mikið mikið !!
Picture
 
Nú um miðjan næsta mánuð mun nýr hönnuður koma með línu inn í WeekDay verslanir hér í Svíaríki eins og annarsstaðar. Áður hafa hönnuðir á við Carin Wester, Doung Nhu, Minimarked og Stine Goya verið í samstafi við verslunina. Sú síðastnefnda er dönsk og bætist nú við annar danskur hönnuður eða Peter Jensen sem þó er búsettur í London.

Línan einkennist af einskonar ´1970 fíling eða eins og hann orðaði það sjálfur:

,,One of my main reference points for the collection was a photo of me as a small child with my grand mother. I wanted the collection to embrace this 70s Scandinavian atmosphere while still feel contemporary and clean. So to obtain this, I chose a very classic palette” 

Myndirnar hér fyrir neðan sína brot af því sem koma skal:
Picture
Picture
Picture
 
Picture


Skór: Topshop
Buxur: Zara
Bolur: vintage
Taska: Balenciaga
Jakki: Acne

Picture

Pels: H&M

Buxur: Cheap Monday
Skór: Scorett
Taska: Don Donna






Picture


Dress: Vintage

Picture


Pels: vintage
Leggings: Weekday
Skór: Nilsson

Picture

Skór: Dr.Martens
Kápa: vintage
Trefill: Monki
Kjóll: Urban Outfitters
Taska: Weekday



Picture

Skór: Dr.Martens
Kápa: WeekdayTrefill: Gina TricotTaska: vintage



Picture

Kápa: Monki

Taska: Monki
Vettlingar: Mango
Trefill: H&M

Ha de ...
 
Sænska dagblaðið ,,Aftonbladet" stóð fyrir verðlaunaafhendingu í gær-kvöld þar sem verðlaunað var fyrir hina ýmsu flokka.
bloggari sem vann fyrir besta tískubloggið var hin 18 ára Kenza Zouiten. 
Picture
Klikkið á myndina til þess að komast beint inn á bloggið hennar

Að mínu mati finnst mér hún ekki eiga sigurinn skilinn - Í það minnsta í þessum flokki.
Bloggin sem tilnefnd voru:
Miðað við flóruna af flottum sænskum bloggurum hefðu tilnefningarnar mátt vera fleiri.

Aðeins mitt mat !! 
Þarf ekki að endurspegla mat þjóðarinnar !!
 
Ég ætla að leyfa mér þetta í dag:
Picture



DINSKO
SS10
Verð: 499SEK

...og þetta:
Picture




GinaTricot
SS10
Verð: 99SEK