"Litla" systir  mín fór á sitt síðasta menntaskólaball á árinu og var heldur betur gaman að geta loksins verið á landinu til þess að hjálpa til við undirbúninginn(ekki bara á skype-inu). Við Rósa gerðum hana sæta og fína og ég ákvað að taka svona fyrir og eftir mynd til gamans.
Heppnaðist vel að mínu mati. Mjög vel.
Picture
Jakki: Monki
Kjóll: H&M
Hálsmen: Homemade/H&M
Skór: DinSko

 
Ég er pínulítilll þrætari.
Ég "reifst" við kærastann minn meðan við snæddum morgunverð í gærmorgun um poppgyðjuna Madonnu. Hann talaði um hversu flott hún væri miðað við að vera komin á fimmtugsaldur og ég mótmælti því !!
ÚFF ...  Það sem ég skammast mín núna þegar ég sit hér og fletti í gegnum maí tölublað Interviewmagazin þar sem Madonna sjálf situr fyrir, heitari sem aldrei fyrr. Jæja, ég hafði rangt fyrir mér. Og það allsvakalega !!
pic: Mert og Marcus - Interview maí10

PS. Ég vil taka það fram að síðasta myndin sem ég sá af henni áður en ég reyndi að færa rök fyrir mínu máli (sem er þó dautt í dag) var þessi hér:
Fyrir minn smekk - of mikið af því "góða".
Picture
 
Picture
Picture
Picture
Við mæðgur höldum til ÍSLands snemma í fyrramálið ef Eyjafjallajökull leyfir það.
Það verður gott að koma heim í smá frí og hitta vini og vandamenn. Mikið hlakka ég til.
Ég verð virk hér áfram þó ég verði því miður að taka smá pásu á pöntunum. Ég loofa að koma ennþá sterkari til leiks um miðjan eða endann júnímánuð. Enn er það óráðið hvenær, þar sem við keyptum aðeins one way ticket.


Sjáumst HRESS !!
 
Picture
Haremsbuxur geta virkað óheillandi á að líta - EEN ... með því að klæðast þeim rétt , geta þær orðið meira fyrir augað og alveg ógeðslega flottar !! Töffaralegt og afslappandi look.

Þessar frá Monki fékk ég í afmælisgjöf frá kærastanum mínum núna á dögunum. Já það borgar sig að blikka ;o)  ... ALDREI hefði hann valið þær sjálfur af slánni.

Algjört musthave item ÞETTA sumar !!

MONKI - 300SEK
SS10
 
Þessir voru að koma í búðir og ég ELSKA þá !
Picture
Picture
Skór, verð: 600SEK
 
Picture
Helgin var góð.
Einkenndist aðalega af handbolta.
Gunninn keppti úrslitaleik sænskudeildarinnar. Úrslitin fóru ekki alveg eins og ég hefði vonað eftir framlengdan leik.
Leikurinn var í Malmö Arena með 12.000 áhorfendur á pöllunum. Fyrir mig var þetta ótrúlegt upplifelsi.


Ég get ekki annað en verið stollt af mínum manni fyrir frábæra frammistöðu.


Strax eftir leikinn var einskonar "HSI" hóf þar sem leikmenn sænsku deildarinnar voru heiðraðir fyrir frammistöðu ársins. Gunninn minn fékk verðslaun sem miðjumaður ársins !
Picture
Eftir hófið gistu leikmenn ásamt konum á Hilton hótelinu í miðborg Malmö eftir langa en skemmtilega nótt á dansgólfum borgarinnar.


Dress kvöldsins: 
Picture
Kjóll: Mango, verð: 899SEK 
Hálsmen: H&M, verð: 199SEK


Hafið það gott,

Kv. stollta SPELAFRUEN
 
Ég átti hann mikið góðan í alla staði.


Góða helgi öllsömul, xxx
 
Ég er mjög mikið afmælisbarn. Og í dag er dagurinn minn :)
Ætla ég hans vel að njóta !!
 
Ég er búin að shoppa heilan helling síðustu daga .... Svona getur verið dýrt að vera með kaupglaða vinkonu í heimsókn frá ÍSLandinu.
Ég leyfi ykkur að sjá hvað hefur verið keypt - Bráðum !

Annað ...
Ég tók mynd af bol fyrir löngu síðan og átti alltaf eftir að pósta honum hérna inn. Síðan að ég keypti hann er ég búið að nota hann alveg vandræðalega mikið og finnst því tilvalið að deila honum með ykkur .... Sérstaklega þar sem hann var að koma aftur í búðir oog kostar lítið, sem er auðvitað stóri plúsinn við þetta alltsaman.



H&M, verð: 199SEK
 
Picture
Monki: Áður: 500SEK ... Nú: 250SEK
Keypti mér þessa ofsa fínu yfirhöfn á útsölu í MONKI nú á dögunum. 
Hún kemur í þremur litum, þessum, og svo svörtu og gráu
Ég var búin að hafa á henni augastað eftir að hún kom í búðir fyrir ekki svo löngu síðan. Ég var því ekki lengi að næla mér í hana á 50% afslætti. Gefins það !!