Sænska merkið Fifth Avenue Shoe Repair var stofnað árið 2006 og hefur síðan þá gert góða hluti.

Herrafötin ekki síður skemmtileg ...
Pre-fall10
Stundum aðeins of mikið að gerast en eitthvernveginn gengur það samt upp !!
Love ...
 
Ég er á leiðinni út á lestarstöð. Tilefnið er að ná í elskulega vinkonu, mætti segja ská systur, hana Rósu Maríu sem kemur hingað í viku heimsókn.
Við ætlum heldur beturheimsækja búðirnar. Hún seldi "öll" fötin sín í Kolaportinu fyrir tveimur helgum síðan til að eiga fyrir fullt fullt af nýju inn í fataskápinn sinn - Gleði það !!
Kannski að maður leyfi ykkur að fylgjast með því hvað fær að rata ofan í pokana.
Picture
Annað planað í vikunni er að leika sér aðeins með myndavélina. 
Ég tók nokkrar myndir af henni fyrir tveimur árum síðan og finnst löngu kominn tími á að taka nýjar. Það verður skemmtilegt. 
Picture
Sumar08
Njótið helgarinnar kæra fólk ...
Það ætla ég að gera !!
 
Ég er í sólgleraugna hugleyðingum. 
Ég á örugglega svona 30 stykki, en það er annað mál !!
Í fyrra notaði ég mest tvö til skiptis sem elskulegi maðurinn minn keypti fyrir mig í apabúðinni góðu. Nú vil ég .  
Picture
Sumar09
Löngu fyrir jól byrjaði ég að "googla" hugmyndir fyrir sumarið. Sama hvenær árs það er, þó það sé um HÁ vetur - getur maður alltaf bætt skammdegið með björtum hugsunum um komandi sumar.
Ég "save-aði" myndirnar til hliðar á tölvunni hjá mér og er að skoða þær aftur núna, plús auðvitað að "googla" meira !!
Picture
Alexander Wang - SS10
Picture
Karen Walker - SS10
Picture
Minimarked - SS10
Picture
Chanel - SS09
Picture
Chanel - SS09
Picture
Vintage
Picture
Ég er voðalega hrifin af þessum "nýja" stíl sem kemur aftur eftir nokkuð langa pásu - Því hringlóttari umgjörð því betra !! 
Þó að ég hafi ekki tekið eftir þessu fyrr en elskulega Mary Kate tók af skarið að þora í þessi gleraugu, þá á John Lennon ávallt heiðurinn af þessu milkla trendi sem að sjálfsögðu er komið aftur. Sama hvað það er. Allt kemur aftur og aftur og aftur  ...

 
Ásamt því að heyra í fuglunum syngja sé ég þetta þegar ég horfi út um gluggan heima hjá mér - Heiðskýr himinn, sól og "blíða" !!
Picture
Síðustu vikur og mánuði hef ég lítið sem ekkert séð af þessum sólargeislum og var því alveg kominn tími á smá glittu  - Nú vill ég meina að það sé að koma vor !!

Það er ótrúlegt hvað ég læt sólina oft plata mig. Núna í dag væri ég vel til í að klæðast þessu dressi:

Það verður þó að bíða nokkrar vikur í viðbót.
Picture
Acne - SS10
Hér í Svíalandi halda búðirnar áfram að hlaðast upp af nýjum vörum. Ég kom við hjá þeim í Acne og sá að margt frá collection-inu  þeirra var komið fram í búð þó margt eigi eftir að koma. 
Það er sannarlega hægt að segja að sumarlína þeirra sé mjög svo gómsæt nú í ár !! 
Picture
Acne - SS10
Jæja í þessum skrifuðu orðum er ég á leið út úr húsi í smá kaup-leiðangur fyrir ykkur. 
Ég hugsa að ég haldi mig bara við pelsinn góða - í enn eitt skiptið !! 
Það er jú bara "glugga" veður ...

 
Hingað til hef ég ekki verið að fýla þetta "nýja" clogs look. Finnst til að mynda skórnir frá Chanel eiginlega bara ljótir - Má segja svona?
Picture
Chanel - SS10
Þó er það eitthvað við þessa hér frá Zöru sem ég held að gæti virkað vel fyrir mig þegar tekur að vora, við fallegan sumarkjól ...
Picture
Zara - 799SEK
 
Þetta hérna kemur aftur í MONKI "mína" í dag !!
Ég missti af þessu þegar þetta kom fyrst og ég ætla ekki að gera það aftur. 
Picture
MONKI - 100SEK
Ég sýni ykkur kannski betri mynd af þessu þegar ég hef smellt þessu á eitthverja flík. Mér finnst þetta ofsa ofsa sniðugt og fínt !!