Eftir langa bið fékk ég þennan inn um lúguna hjá mér í dag ...
Picture
H&M: 99SEK
Ég get ekki beðið eftir að nota hann !!
 
Ef það er eitthvað sem þú þarft ekki að hafa áhyggjur af í sumar, þá er það að klæðast of munstruðum fötum.
Síðustu misseri hefur röndótt, doppótt, blómótt og nú síðast hlébarða verið mjög sýnilegt. Þó þau munstur haldi auðvitað áfram verða þau nýju mun ýktari og blandaðri. Meira listaverk fyrir augað.
SS10
Brotabrot af því sem er til í búðunum núna
 
Picture
Lífið heldur sinn vanagang hér í Svíalandi. Ég er komin með litla aðstoðarkonu í business-num eftir að litla skottan mín byrjaði að labba.
Nú er ekkert annað í stöðunni en að labba ALLTAF sjálf - Nennir sko engu kerruveseni !! Mömmunni oft til mikillar mæðu.

Picture
Picture
Hattur: Monki, verð: 180SEK
Jakki: Monki, verð: áður: 500SEK, nú: verð: 250SEK
Bolur: Monki, verð: 200SEK
Sholder pad: Monki, verð: 60SEK
Buxur: Acne
Skór: Topshop



...Sannarlega Monki dagur eins og svo oft áður !!
 
Hafsteinn Júlíusson er ungur hönnuður á hraðri uppleið. Um síðustu helgi sýndi hann nýjustu vöru sína í Mílanóborg.
Slim Chips !!
Picture
Picture
Flögurnar eru náttúrulegar, gerðar úr bragðbættum pappír og koma í nokkrum bragðtegundum. 
Skemmtilegt nokk og vel þess virði að prufa !?
Picture
Búast má við flögunum í sölu á ÍSLandi í sumar en þangað til getið þið nálgast þær í gegnum heimasíðu Hafsteins: 

http://www.hafsteinnjuliusson.com/


Á heimasíðunni getið þið einnig skoðað/keypt aðrar áhugaverðar vörur unnar af þessum hugmyndaríka hönnuði.
 
Mjög mikil eftirspurn hefur verið á skóm sem ég setti hér inn í mymusthave fyrir nokkru síðan. Þeir urðu uppseldir alltof fljótt sem þýddi það að ég gat lítið hjálpað eftir að það gerðist. Örfá pör koma aftur í næstu viku.
Áhugasamir hafið samband. x


Fyrstir koma fyrstir fá !!:)
Picture
Picture
 
Sandalar - Sandalar - Sandalar !!!
Ég tók hring milli verslana og pikkaði út helsta úrval sem býðst af sandölum hér í Svíalandi fyrir þetta sumar.

Klikkið á myndina til að sjá hvaðan þeir koma og hvað þeir kosta 
 

Við eigum svo sannarlega fallegt land. Myndbandið hér fyrir neðan sýnir Ísland í sinni fegurstu mynd.
 
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Ljósmyndari: Jan Mastny


Innlifunin og fegurðin skín í gegn, beint í auga áhorfandans.
 
Á blogg rölti mínu síðustu vikur, hef ég tekið eftir því að fólk virðist vera að hugsa mikið um helstu festival dressin þetta árið. Ekki bara það heldur eru væntanlegar heilu línurnar í búðir bara með þetta þema í huga.


Danska tískutímaritið Cover stendur nú í samstarfi með Roskilde festival um að GEFA miða á hátíðina nú í ár. Miðinn kostar 1.675 danskar krónur sem þótti kannski ekki svo mikið hérna um árið en er í dag um 40.000 ÍSLenskar krónur. Mér finnst það nú bara svolítið mikið !!


Þannig að ef að ykkur langar á tónlistarhátið til þess að nota fínu nýju "hátíðardressin" þá getið þið unnið frían miða á Roskilde festival þetta árið HÉR !
Picture
Þið getið skoðað dagskrána á heimasíðu hátíðarinnar:
http://www.roskilde-festival.dk/
Ég fór fyrir tveimur árum síðan og skemmti mér MJÖG vel í æðislegu veðri með yndislegum vinum á frábærum tónleikum.
Picture
Góða skemmtun !
... Þið verðið svo bara í bandi, ef þið vinnið eða vinnið ekki og ykkur vantar "hátíðar" dress.

Ha det bra, xx
 
Þetta par var og er enn í mínum huga eitt það allra heitasta !!
FABULOUS í alla staði - Úff ...
Picture
Það barasta er ekki hægt að toppa þau !!