Ég gerði mér ferð í Monki í gær og var tilgangurinn með ferðinni að versla fyrir síðuna. 
Mér til mikillar ánægju var verið að taka upp nýjar vörur og á afgreiðsluborðinu voru verðmiðar sem átti eftir að setja á nýju vörurnar. Þar rak ég augun í mjög skemmtilegan miða sem á stóð - ALBAdress. Ég ákvað strax að ég yrði að kaupa hann þó ég hefði ekki séð kjólinn sjálfan. Sem betur fer var hann hinn flottasti og er ég því rosalega ánægð með fjárfestinguna - enda kjarakaup !!
Fyrir þá sem ekki vita heitir dóttir mín líka Alba, eins og kjóllinn :)

Gallaskyrtan var líka keypt fyrir ekki svo löngu síðan.
Gallaskyrta: 400SEK
MaxiKjóll: 200SEK
 
Picture
Picture
Bolur: H&M
Stuttbuxur: Klipptar Levi´s, Spútnik
Sokkar Oroblu
Skór: H&M
Skyrta: H&M
 
Þeir ná að gera rétt hvert season á fætur öðru.
Ég er alveg að elska það !!
Njótið myndanna að neðan ... Hvað finnst ykkur !?
Picture
SS11
 
Picture
Picture
Givenchy FALL10
 
Þegar ég var á ÍSLandinu tók ég helling hellging af myndum. 


Þessar skvísur hér að neðan eru sumar hverjar ókunnugar mér en aðrar mínar nánustu vinkonur.

Það sem að þær eiga sameiginlegt er að þær pældu allar í því hverju þær ættu að klæðast þennan nákvæma dag. 


Að mínu mati ... Algörar fashionistur, hver á sinn hátt !!
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture


Ha det !!
xxx
 
Picture
Mér finnst æði að sjá ÍSLenska fyrirsætu auglýsa fyrir SS10 lookbook Zöru.
Mér finnst dressið sem hún klæðist á þessari mynd fyrir ofan líka æði fínt og ætti vel heima á mínum fataslám.
Hún selur mér þetta heildarlook að minnsta kosti vel ...


Næst á dagskrá - Kíkja í Zöru !!

PS.
Takið eftir skónum. :)

Fleiri myndir. Meðal annars HÉR
Sólarkveðja yfir hafið bláa,
xxx
 
Mig langar að deila með ykkur nýrri vöru sem var að koma í búðir.

Ég keypti mér leðurstuttbuxur í vetur sem ég póstaði á síðuna. Á þeim tíma var ég svo heppin að finna mínar á útsöluslá í GinuTricut.
Ég fékk fjölda fyrirspurna og er enn að fá fyrirspurnir um þessar tilteknu stuttbuxur. Ég var því ekki lengi að smella af mynd af þessum nýju úr Monki þegar ég rakst á þær í gær:
Picture
MONKI, verð: 500SEK
Þær sjást kannski ekki alveg nógu vel á þessari mynd en ef þú átt engar fyrir þá finnst mér þessar tvímælanlaust vera algjört musthave. Gott snið og flott þunnt leður - Alveg eins og þær eiga að vera !!



 
Gærkvöldið var parakvöld. 
Góður matur, frosnir kokteilar, göngutúr á höfninni ásamt öðru einkenndi kvöldið. Bara notalegt.
Picture
Picture
Ég klæddist ...
Undirkjól sem pilsi: Kolaportið
Belti: Mirorna
Skór: Nostalgía
og nýju, keypt sama dag ...
Jakki: H&M
Bolur: Topshop
Krummarnir eru líka nýjir.
Valin útskriftagjöf til Gunna.
Það er svo gaman að vera með ÍSLenska hönnun heima hjá sér þegar maður býr í útlöndum. 
Pattra heldur líka úti skemmtilegri bloggsíðu
Sjá hér
xxx
 
Picture
 
ÍSLandið var æði.
Köben ljúf.
Een heima er alltaf best.

Sófakvöld í þessum skóm sem komu með mér yfir landamærin.

Biðin var ekki eins löng og ég hélt.
Mikið er ég ánægð að hafa fengið þá núna á meðan sólin skín svona skært.
Picture
Jæja,
nokkuð mörg e-mail bíða svars. 

Fyrirgefið mér allir sem hafa þurft að bíða svona lengi. Ég lofa lofa að ég mun standa mig vel í búðarápi fyrir ykkur í vikunni. Löngu tímabært !!

Núna er það því :
Nýju skórnir, Nóa Kropp, Fanta Lemon oog nýja MacBook Pro tölvan mín sem ég keypti á ÍSLandinu.
Picture
Heyrumst !!