Svo ég bæti við fleiri skvísufærslum ...
þá notaði ég nýja jakkann líka annað kvöld í vikunni þegar ég kíkti út með sætu Pöttru. Hún var aldeilis duglegri á myndavélinni í þetta skiptið, og fæ ég því lánaðar hjá henni myndir af dressi kvöldsins:
Picture
Picture
Jakki: H&M
Bolur: H&M
Stuttbuxur: BeyondRetro
Doppóttarsokkabuxur: H&M
Skór: Scorett
 
Síðustu helgi fór ég út með ÍSLenskum skvísum.
Picture
Mitt dress
Bandasokkar: UrbanOutfitters
Kjóll: Birta Ísólfs
Jakki: SecondHand, gamall úr Spútnik
Veski: GinaTricot


Þórunn:
Bolur: GinaTricot
Jakki: H&M
Pils: H&M
Skór:DinSko
Einnig kíkti ég út í gær þar sem mín elsku Rósa kom hingað yfir frá Köben. Ákvað að pósta mynd þar sem ég er voða ánægð með jakkann sem ég keypti mér frá H&M á 299SEK - Gefins það!? Svona næstum.
Rósa var mikil skvísa að vanda í trufluðum stuttbuxum, sem því miður fyrir okkur hin, eru SecondHand.
Picture
Eigið góða helgi elsku fólk !!
xxx
 
Myndabrot af langfyrstu haustvörum Diveded fyrir H&M með Abbey Lee í fararbroddi. Ekki slæmt það.
Picture
Picture
Picture
Margar af þessum vörum eru nú þegar komnar í búðir !!
 
Picture
Keypti þessa í Scorett af útsöluborði á 150SEK. 
Mjög kósý een á sama tíma hækka litlu mig alveg töluvert.


Það voru svipaðir frá Vagabond sem mig langaði í een þeir skór kosta að sjálfsögðu miklu meira. Ég er því bara nokkuð sátt með kaupin !!
 
Hvað villt þú vera í dag ?!?


Rokk?
Bohem?
Hippi?
mantíkus?
Eitthvað allt annað?

Þitt er valið ...
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Jalouse, june10

Jalouse Magazine leikur sér að mismunandi típum í tískuþætti júníblaðsins teknum af Sol Sanchez. 

VEII hvað það var nú vel heppnað hjá þeim 
og meira VEII hversu fallegar flíkur við fáum fyrir augað.

Vivienne Westwood, Roberto Cavalli, Isabel Marant, D&G, Burberry, Miu Miu, Dior og fleira og fleira ....

Húrra fyrir þeim !!
 
Vinur minn opnaði ansi skemmtilega heimasíðu fyrir ekki svo löngu síðan.

ANOTHER SIDE OF COPENHAGEN er heimasíða þar sem þið fáið tækifæri á því að deilið með öðrum Kaupmannahöfn eins og þið sjáið hana.

Eftir okkar síðustu heimsókn, póstaði ég inn mynd þangað frá okkar ferð. Passaði ágætlega við held ég bara.
Picture
Hattur: H&M
Bolur: COS
Skór: Topshop
Allir eiga minningar frá Köben !!
 
Grilluðum í garðinum í góðviðri - Notalegt !!
Ég klæddist sænskum fánalitum - Óviljandi !!
Picture
Peysa: Mirorna, verð: 55SEK
Bolur: H&M, verð: 99SEK
Pils: Topshop, gamalt
Belti: gamalt frá tengdó
Skór: Topshop, gamlir
 
Picture
Er á leiðinni út úr húsi og í fyrsta sinn í nýja gallaskokknum mínum frá Monki
Voðalegt apastand á mér alltaf hreint.

Picture
Monki, verð: 450SEK 
Hafið það gott !!
xxx
 
Picture
Í dag tók ég eftir því að uppáhalds gatan mín er meira að segja með skemmtilegt holræsi. Ekki datt mér það í hug.


Oft lifi ég dagdrauma,
en núúna eru það ljúfir næturdraumar sem kalla.


Á morgun ætla ég að sýna ykkur ný keyptar flíkur. Maður er alltaf svo góður við sjálfan sig og það var engin undantekning þessa helgina :)


Góða nóttina til ykkar allra xxx

 
Síðustu búðardögum hef ég að miklu leyti eytt í ung ung barnadeildum H&M, Lindex og fleiri sænskum búðum.


Ástæðan er sú að ég var svo heppin að eignast tvo glænýja vini sem drifu sig í heiminn tveimur mánuðum fyrir tímann. Þau eru alveg gullfallegir píínulitlir nýjir einstaklingar sem nota fatanúmer í mikilli mínusstærð og Ó hvað það er nú gaman að gleyma sér í róteríi í þeirri deild í búðunum. Hvað þá þegar maður hefur færi á að velja á tvö stykki.
Stelpu OG strák !! 

Eftir erfitt val sit ég nú og pakka því sem ég keypti inn í tvo litla pakka. Einn bláan og annan bleikan til þess að senda á "klakann" góða.


Til hamingju elsku nýbakaða fjölskylda :x