Picture
Litla systir er enn í heimsókn hjá mér hér í Svíalandinu. Eins yndislegt og það er að hafa hana þá gladdi okkur fjölskylduna næstum jafn mikið að fá ýmislegt nytsamlegt frá klakanum með úr töskunni hennar. Nauðsynjavörur sem þó fást ekki hér ss. Nóa Kropp, Kokteilsósu, Harðfisk, CPiparost og fleira góðgæti. 


Með að þessu sinni voru líka nokkur ÍSLensk blöð td. Nýtt Líf. 
Ég verð að fá að hrósa því blaði fyrir flottar breytingar, þrátt fyrir að forsíðan að þessu sinni hafi ekki gripið mig, var það stútfullt af skemmtilegri tískuumfjöllun. Ég var sérstaklega heilluð af teiknuðum tískuþætti Hildar Yeoman. Hún er svo sannarlega hæfileikaríkur listamaður

Á síðustu blaðsíðu blaðsins undir ,,Ég sit og gægist oft út um gluggann" náði ég svo að troða mér að. Aftur! 
 
Picture
Sænska merkið Dagmar var stofnað af þremur systrum árið 2005.
Dagmar er eitt af vinsælustu tískumerkjum Svíþjóðar og stækkar einnig ört í öðrum löndum. Þó veit ég ekki til þess að hægt sé að kaupa það á ÍSLandi?
Það er ekki langt síðan ég byrjaði að fylgjast með þeim systrum og þeirra hönnun en mun að öllum líkindum fylgja þeim eftir á meðan þær halda sig ennþá á þeirri braut sem þær eru á í dag ...

Picture
DAGMAR FALL10
 
Picture
Í gær notaði ég í fyrsta sinn "Abbey Lee" kjólinn minn ... 
Picture
Picture
Vanalega klæðist ég ekki þessu sniði. Þó fýlaði ég hann mjög vel eins og ég notaði hann í gær. Ef ég ætla að nota hann á rétta vegu held ég að ég verði alltaf í einhverri fallegri oversize blússu við. Til að gera hann að meiri flík fyrir augað.
Picture
Kjóll: H&M, 49.95SEK
Stuttbuxur: Kolaportið
Belti: Gamalt frá ömmu
Hálsmen: Vintage
Næstum gefins !!
 
Fyrirsætan Matthildur Lind situr fyrir í haustherferð Diesel.
Það er alltaf svo gaman þegar vel gengur hjá ÍSLendingum ... :)
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Viðtal við Möttu hér
Hún sat einnig fyrir í sumarherferð Diesel, SEX SELLS.
Picture
Diesel hefur uppá síðkastið sýnt að þeir eru óhræddir við að taka einu skrefi lengra í auglýsingarherferðum sýnum. 
Herferðir sem vekja umtal ! Sniðugir !!
 
Heimur tískublogga stækkar og stækkar...
Picture
Getið keypt hér
 
Sænska Carin Wester heldur áfram að gera góða hluti ...
CARIN WESTER FALL10
 
Picture
love it !!

og aftur ...
ekkert svo ósvipaðir mínum uppáhalds:
Picture
Eiginlega bara svolítið mikið líkir.
Áður talað um þá ... hér
 
Í gær tók ég á móti þremur skvísum hingað til mín, 17 ára systir mín og tvær vinkonur hennar. 
Í dag var að sjálfsögðu fyrst á dagskrá að kíkja í búðirnar. 
Hér fyrir neðan er mynd af þeim stöllum glaðari en aldrei fyrr í uppáhaldi allra, H&M - Een ekki hvað !!
Picture
Picture
Dress dagsins:
Peysa: H&M/herradeild
Vesti: Aftur
Bolur: Gina Tricot
Stuttbuxur: Wrangler/Beyond Retro
Skór: H&M
 
... Þæginlegri skó hef ég ekki keypt í mjög langan tíma !!
Ég notaði nýju skóna mína frá DinSko í fyrsta sinn í gærkvöldi. Eftir kvöldið var ég svo sannarlega enn ánægðari með kaupin !! 
Ég tók þau ófá danssporin en þó hefðu fæturinir getað tekið þau ennþá fleiri - Það er svo sannarlega nýtt fyrir mér. 
Lov it !!
Picture
Jakki: H&M (vandræðalega mikil not síðustu daga)
Stuttbuxur: Gina Tricot
Sokkabuxur: H&M
Skór: DinSko
 
Þar sem ég póstaði hér inn fyrir stuttu myndum af fallegu Givenchy kjólum haustsins, ákvað ég að deila með ykkur bak við tjöldin myndbandi frá sömu töku. 

Beautiful !!