Þrátt fyrir að hafa búið í þessari íbúð í átta mánuði var lítið sem ekkert komið upp á veggina !! 
Það er varla að maður segi frá því. Það var ekki það að ég hafi ekki nennt að gera neitt í því, heldur var ég alltaf að leita en fann aldrei neitt sem mér leyst á(án þess að það kostaði mig aleiguna).
Ég var orðin svo leið á því að hafa alla veggi stofunnar tóma að ég LOKSINS tók mig til um helgina og gerði eitthvað í því.
Picture
Picture
Ég keypti þrjá ódýra ásættanlega ramma sem ég fann og náði svo í nokkrar af tískubókunum á heimilinu og fann þær myndir sem ég hafði áhuga á að raða saman. Áður en "ég" hengdi þær upp á vegg fann ég grófar gúmmíteygjur af gömlum poka sem ég notaði sem hanka.

Ég er mjög ánægð með útkomuna eftir erfitt val.
Uppi á vegg hjá mér núna er því sittlítið af hverju, meðal annars:
Alexander Mcqueen(RIP), 
Julie Verhoeven, 
Balenciaga og
Anne Valerie Hash.
Picture
Picture
Ég er þannig gerð að þegar ég byrja á eitthverju verkefni langar mig að gera meira og meira. 

Tuttuguogfimm myndir í viðbót við hinar þrjár fóru uppá vegg daginn eftir.
Í þetta skiptið keypti ég bunka af römmum, valdi myndir af okkar nánustu vinum og fjölskyldu og byrjaði að raða. - AFTUR, var ég ánægð með útkomuna !!
Picture
Tinna Rut
3/8/2010 06:01:41 pm

Duglega þú!!! Ekkert smá fagglegt :*

Reply
Brynja
3/8/2010 11:08:35 pm

Ótrúlega fínt hjá þér** :)

Reply
Anna Katrín
3/9/2010 05:45:21 am

Þú ert sniðugri en allt sem sniðugt er! ;)

Reply
3/10/2010 05:50:16 am

Vá ekkert smá flott & sniðugt!

Reply
Erna Hrund
3/11/2010 06:30:24 pm

Loves it:D***

Reply
Anna Þrúður
3/15/2010 04:03:05 am

Jiii en flott hjá þér :)

Reply



Leave a Reply.